„Nú þegar liggur inni í kerfinu fyrirspurn frá borgarfulltrúa Miðflokksins til að fá þessar fjárhagsupplýsingar fram en henni hefur ekki enn verið svarað,“ segir í bókun Vigdísar Hauksdóttur í borgarráði.
Henni er mikið í mun að upplýsa hversu mikið lagfæringar á Laugavegi muni kosta. Og sama gildir um endurgerð Óðinstorg; „…sem er fyrir framan heimili borgarstjóra…“
Vigdís segir að framkvæmdirnar muni kosta einn milljarð. Vigdís er ekki sátt við forgangsröðina. „Er þetta forgangsröðun meirihlutans, meðan lögbundin þjónusta og grunnstoðirnar eru sveltar? Til að allir átti sig á þeim fjármunum sem liggja undir af hendi útsvarsgreiðenda í Reykjavík, þá kosta endurbætur á Laugaveginum og Óðinstorgi ,sem er fyrir framan heimili borgarstjóra, tæpan 1 milljarð/1.000 milljónir. Þá er tjón rekstraraðila ótalið.“