Þessari deilu hef ég nú vísað til Reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitastjórnarráðuneytisins til úrskurðar.
Vigdís Hauksdóttir: Afsögn eins nefndarmanna úr endurskoðunarnefnd Reykjavíkur var tekin fyrir á fundi forsætisnefndar rétt í þessu. Hér er bókun mín í málinu:
„Þessi afsögn er stórt högg fyrir Reykjavíkurborg. Nefndarmaður í endurskoðunarnefnd segir sig frá störfum hennar vegna ágreinings um reikningsskil.
Athygli vekur afskipti skrifstofu borgarstjórnar af málinu því endurskoðunarnefnd er og á að vera óháð stjórnkerfinu. Félagsbústaðir sýna allar eignir á gangverði og gefa því ekki glögga mynd af rekstri og efnahag félagsins. Ekki stendur til að selja eignasafn Félagsbústaða því það er félagslegt úrræði.
Stjórn Félagsbústaða kýs samt að nota gangvirðisregluna eins og félög sem eru með starfsemi á sviði fjárfestinga í fjárfestingarfasteignum, sbr. 39. gr. laga um ársreikninga. Skilgreining á fjárfestingarfasteign samkvæmt lögunum er eftirfarandi: „Fasteign, land, bygging eða hluti byggingar, sem ætluð er til öflunar tekna, svo sem til útleigu eða í öðru ágóðaskyni, en ekki til notkunar í rekstri félags við framleiðslu, vörslu vörubirgða, þjónustu í rekstri félagsins, í stjórnunarlegum tilgangi eða til sölu í hefðbundnum rekstrartilgangi.“ Því fer fjarri að þetta eigi við Félagsbústaði.
Engin dæmi eru hér á landi, á Norðurlöndunum eða annars staðar um um slík reikningsskil í sambærilegum félögum. Gangvirðisreglan veldur því að fleiri tugir milljarða hafa verið færðir inn í samstæðureikningsskil Reykjavíkur til að fegra bókhaldið án innistæðu.
Þessari deilu hef ég nú vísað til Reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitastjórnarráðuneytisins til úrskurðar.“