- Advertisement -

Vigdís Finnbogadóttir

Með Vigdísi á Þingvöllum.

Margir hæfari en ég munu skrifa vel um Vigdísi Finnbogadóttur forseta á níutíu ára afmæli hennar. Eðlilega verður það gert.

Ég ætla að segja stutta sögu. Eðlilega lágu leiðir okkar Vigdísar stundum saman. Hún forseti og ég blaðamaður.

Það var kaldur vetur. Fréttir bárust að fjögurra manna á vélsleðum væri saknað. Ég fór ásamt ljósmyndara. Hugast gat að þeir væru nærri Þingvöllum. Við fórum þangað. Þar sáum við löggubíl og hröðuðum okkur á staðinn. Þar var forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir með þýskum blaðamönnum og lögreglunni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég tók Vigdísi tali og saman gengum við nokkurn spöl. Hún spurði hvert erindi okkar væri á Þingvöll um miðjan vetur. Þegar ég sagði að fjögurra manna væri saknað kleip hún mig laust í handlegginn.

Allt fór vel. Mennirnir fundust heilir á húfi.

Ögn til viðbótar. Ég starfaði í nokkra mánuði á Hringbraut. Ég gekk eitt sinn fram á Eiðistorg. Þar mætti ég Vigdísi. Ég gekk til hennar og kynnti mig. „Heldur að ég viti ekki hver þú ert Sigurjón minn,“ svaraði Vigdís.

Ég bauð henni að líta inn til okkar. Hún þáði það. Samstarfsfólkið mitt var í eldhúsinu. Þegar ég sagðist vera með gest sem ég vildi kynna fyrir þeim, litu þau öll við. Þegar þau sáu að gesturinn var Vigdís Finnbogadóttir var þeim brugðið í fyrstu. Aðdáun þeirra á Vigdísi leyndi sér ekki.

Vigdísi sýndi fólkinu áhuga og störfum þess. Látlaus, heillandi og glæsileg.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: