Vigdís Hauksdóttir hefur lagt fram margar fyrirspurnir um rekstur borgarinnar. Á borgarráðsfundi í gær lagði hún fram langa fyrirspurn með mörgum spurningum. En hvað vill Vigdís fá að vita. Lítum á.
„Hversu margir vörusamningar, verksamningar eða þjónustusamningar hafa verið gerðir af borginni eða fyrirtækjum í eigu borgarinnar síðustu tvö kjörtímabil fram til dagsins í dag sem falla undir innkaupareglur Reykjavíkur?
Hversu mörg þessara verkefna voru boðin út í samræmi við þau innkaupaferli kveðið er á í reglunum?
Hver var rökstuðningurinn fyrir því að ekki var farið í útboð skv. reglunum í þeim tilfellum sem það var ekki gert og á hvaða lagagrundvelli var það ákveðið í hverju tilfelli fyrir sig?
Í hverju er ábyrgðin fólgin þar sem ekki er farið að lögum um opinber innkaup?
Hver eru viðurlög við slíku?
Hver er ábyrgð innkauparáðs borgarinnar sem eftirlitsaðila þegar ekki er farið að innkaupareglum borgarinnar?
Hver er ábyrgð borgarlögmanns sem eftirlitsaðila þegar ekki er farið að reglunum?
Hver er ábyrgð innri endurskoðunar borgarinnar sem eftirlitsaðila þegar ekki er farið að innkaupareglunum?
Hver er ábyrgð framkvæmdastjóra borgarinnar sem eftirlitsaðila þegar ekki er farið að innkaupareglunum?“