- Advertisement -

Vigdís á móti uppbyggingunni

Vigdís:
Verið er að leggja til allt að fjórum til fimm sinnum meira byggingamagn.

Vigdís Hauksdóttir setur sig ákveðið á móti nýbyggingum við Furugerði.

Vigdís: „Málið er keyrt áfram þvert á vilja íbúa og þeirra efnislegu raka,“ segir Vigdís í bókun í borgarráði.

„Einnig kemur fram að framangreind breyting mun raska alvarlega hagsmunum íbúa í nágrenni Furugerðis 23 vegna aukinnar umferðar og tilheyrandi mengunar, ónæðis, bílastæðaskorts, skerts útsýnis og skuggavarps.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er svæðið að mestu fullbyggt og fastmótað en að möguleikar á lítils háttar þéttingu íbúðabyggðar upp á 4 – 6 íbúðir. Verið er að leggja til allt að fjórum til fimm sinnum meira byggingamagn. Því er ljóst að þessi áform fara gegn ákvæðum gildandi aðalskipulags og er ólögmæt. Þegar hefur verið kynnt að málið verði kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem síðan er kæranlegt til dómstóla.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: