- Advertisement -

Viðtalsbilið kostar eina og hálfa milljón

Gegn lögum veitti Davíð Þór ráðgjöfina og þáði 1,5 milljónir fyrir.

Stundin birti merkilega frétt um Davíð Þór Björgvinsson, varaforseta Landsréttar. Davíð Þór virðist hafa stigið yfir línuna, og þáð fyrir mikla peninga. Eða eina og hálfa milljón.

Stundin: „Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, fékk rúmlega eina og hálfa milljón króna fyrir lögfræðiráðgjöf sem hann veitti ríkislögmanni við ritun greinargerðar til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Landsréttarmálsins. Þetta staðfestir forsætisráðuneytið í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið.“

Og áfram: „Lögum var ekki fylgt þegar Davíð Þór veitti ráðgjöfina og þáði 1,5 milljónir fyrir vinnu sem fólst, að hans eigin sögn, í því að „spjalla við ríkislögmann um þetta erindi frá Mannréttindadómstólnum“.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vitnað er til Vilhjálms H. Vilhjálmssonar:

„Ef að embættisdómari tekur að sér ráðgjafarstörf og lögmannsstörf fyrir framkvæmdarvaldið er það mjög  alvarlegt. Hann hefur þá dæmt sig úr leik.“

Stundin: „Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Davíð tekur upp hanskann fyrir íslenska ríkið í Landsréttarmálinu. Síðasta sumar var haft eftir Davíð á RÚV að of mikið hefði verið gert úr málinu sem væri „ekki jafndramatískt og hefur verið teiknað upp“. Ef Mannréttindadómstóllinn dæmdi ríkið brotlegt gætu dómþolar sem krefðust endurupptöku mála sinna fyrir Landsrétti „alls ekki gert ráð fyrir að dómur falli á annan veg eftir endurtekna málsmeðferð“.“

„Lögmenn sem Stundin ræddi við furðuðu sig á því að varaforseti Landsréttar tjáði sig með þessum hætti um mál sem kynnu að rata fyrir dóminn í framtíðinni.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: