- Advertisement -

Viðskiptasaga eftir Sigmund Davíð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson talaði fram viðskiptasögu, skáldsögu, á Alþingi:

„Nú ætla ég aftur að taka raundæmi, herra forseti, eins og ég gerði í gær og ætla bara að halda áfram með sama dæmið. Þar nefndi ég ímyndað fyrirtæki sem fimm ungar konur hefðu stofnað eftir háskólanám um hugmynd sem þær fengu. Þær áttu jafnan hlut í þessu fyrirtæki, 20% hver. Gefum okkur nú að hver þeirra seldi 5% og eftir ætti hver 15%, fimm konur með 15% hlut hver. Hitt sem selt var færi til 25 eiganda sem hver um sig ætti 1% í fyrirtækinu. Þá eiga stofnendurnir fimm samtals 75% í fyrirtækinu, nýju hluthafarnir, litlu hluthafarnir 25%. Hvað gerist svo þegar haldinn er aðalfundur og konurnar fimm, stofnendur fyrirtækisins, konurnar sem byggðu það upp, vilja eðlilega allar sitja í stjórn? Það er kosið en einungis þrjár þeirra mega sitja í stjórninni. Fyrir vikið fær þá væntanlega 1% hluthafi sem bauð sig fram sæti í stjórn ef hann er karl og annar karl með 1% kemur í stjórnina líka. Við erum þá komin með stjórn í fyrirtækinu þar sem stærstu eigendurnir, tveir þeirra a.m.k., mega ekki sitja í stjórn og stýra fyrirtækinu en þeir sem eiga bara 1% komast inn í stjórn eingöngu vegna þess af hvoru kyninu þeir eru. Þróum þetta svo aðeins áfram. Segjum sem svo að það færi svo illa í þessu fyrirtæki að það kæmi upp grundvallarágreiningur, deilur um hvernig fyrirtækið ætti að starfa og einn eigendanna vilji fara allt aðra leið en hinir, fara í áhættusamar fjárfestingar, reka framkvæmdastjórann og breyta fyrirtækinu í grundvallaratriðum. Þá gæti væntanlega þessi eini eigandi, einn af fimm, samið við tvo af litlu hluthöfunum, karlkyns, sem hvor um sig á 1%, um að taka yfir stjórn fyrirtækisins. Svoleiðis að þessi eina af fimm sem vill gjörbreyta fyrirtækinu fær sitt stjórnarsæti, tvær konur í viðbót fá sitt sæti og samverkamennirnir tveir sem hvor um sig á aðeins 1% í fyrirtækinu fá sitt sæti. Þá er staðan orðin sú að hluthafar með 17% hlut í fyrirtækinu eru búnir að taka yfir stjórn þess í andstöðu við 83% eignarhlut.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: