„Í skýrslu Viðskiptaráðs eru settar fram margvíslegar tillögur eins og um hækkun lífeyrisaldurs, sameiningar og breytt tekjumódel sveitarfélaga, aukin samvinna einka- og opinberra aðila, innleiðing stafrænna lausna og forgangsröðun í þágu grunnþjónustu, svo eitthvað sé nefnt.“
Þetta er sýnishorn úr grein sem Ari Fenger, sem er formaður Viðskiptaráðs, skrifar í Moggann.
Grein sína byrjar Ari svona: „Á undanförnum mánuðum höfum við verið rækilega minnt á það mikilvæga hlutverk sem hið opinbera gegnir á mörgum sviðum. Rétt eins og kórónuveirufaraldurinn lenti sem höggbylgja á atvinnulífinu hefur hann haft í för með sér gríðarlegar áskoranir fyrir alla starfsemi og innviði hins opinbera. Þetta á ekki síst við um þá starfsemi sem felst í félagslegu öryggisneti og mikilvægri grunnþjónustu.“