- Advertisement -

Viðskiptaráð hefur fundið svigrúmið

Konráð, hagfræðingur Viðskiptaráðs: „Ef við hækkum laun umfram verðmætin sem atvinnulífið skapar þá erum við að auka tekjur landsmanna svo mikið að þeir fara að flytja inn og kaupa vörur annars staðar frá.“

„Ef við hækkum laun umfram verðmætin sem atvinnulífið skapar þá erum við að auka tekjur landsmanna svo mikið að þeir fara að flytja inn og kaupa vörur annars staðar frá. Þannig sitjum við fljótlega upp með viðskiptahalla og skuldsetningu við útlönd,“ segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, í samtali við Markaðinn sem fylgir Fréttablaðinu í dag.

Hvaða landsmenn ætli Konráð sé að tala um. Þá landsmenn sem eru nú með rétt rúmar 200 þúsund krónur til framfærslu á mánuði? Varla. Er að mati Viðskiptaráðs mesta ógn viðskiptalífsins ef „landsmenn“ geta keypt vörur frá útlöndum? Hann sér ljósið rétt strax.

„Íslensk fyrirtæki þurfa að greiða hærri vexti en samkeppnisaðilar í helstu samanburðarlöndum sem ætti frekar að þýða að minna er til skiptanna í launagreiðslur og lægra launahlutfall. Því liggur í augum uppi að hækkun launahlutfalls gæti orðið skaðleg samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og þannig lífskjörum á Íslandi,“ segir í skýrslu sem Viðskiptaráð gerði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Er þá ekki réttara að berjast gegn háum vöxtum frekar en sýna einbeittan vilja til að halda sumum „landsmönnum“ áfram í svartri fátækt?

Og svo þetta: „Aukning arðgreiðslna er að hluta afleiðing af meiri eiginfjárfjármögnun atvinnulífsins. Það er jákvætt því það bendir til þess að íslensk fyrirtæki séu ekki jafnskuldsett og áður og því betur í stakk búin til að takast á við sveiflur í hagkerfinu.“

Niðurstaða Viðskiptaráðs er sem sagt sú, það er nóg til til skiptanna. Svigrúmið er fundið. Það er til.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: