Greinar

Viðskiptaráð beitir sér fyrir sundrungu

By Ritstjórn

March 25, 2020

Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar:

„Það veldur mér miklum áhyggjum að í umræðunni eru hagsmunir fyrirtækja oftar en ekki hafðir að leiðarljósi og virðast hagsmunir fyrirtækja ná miklu framar en þjóðarinnar, launafólks! Já við skiljum að fyrirtækin þurfa að geta rekið starfsemi, fyrirtækin þurfa hins vegar starfsfólk. Launafólk þarf að reka heimilin, standa við sínar skuldbindingar, greiða reikninga, greiða af skuldum (sem hætta er á að hækki verulega vegna aðgerða fyrirtækjanna / hækkun vöruverðs). Heimilin eru ekki stikkfrí í þessu samhengi, vandamál heimilanna geta orðið mikið stærri en fyrirtækjanna.

Það hafa verið boðuð viðbrögð við þeim samdrætti sem blasir við, til að létta undir fyrirtækjunum, en það eru heimilin sem taka á sig byrðar, hlutaatvinnuleysi lækkar í nánast öllum tilfellum tekjur heimilanna.

Nú stígur viðskiptaráð fram ásamt fleirum úr forystusveit fyrirtækjanna og kalla eftir að launahækkanir skili sér ekki til launafólks. Það veldur mér gríðarlegum vonbrigðum að fyrirtækin og samtök þeirra ætli að beita sér fyrir enn meiri og óþarfa sundrungu á þeim tímum sem gríðarlega mikilvægt er að samfélagið sýni 120 prósent samstöðu! Þetta risavaxna verkefni er ekki einkamál sumra hópa.