Sigurjón Þórðarson:
Óábyrga umfjöllun Viðskiptablaðsins gefur til kynna að hákarlarnir í viðskiptalífinu líti á lífeyrissjóði launafólks sem ókeypis pening sem hægt er að ganga í að vild.
Óábyrga umfjöllun Viðskiptablaðsins gefur til kynna að hákarlarnir í viðskiptalífinu líti á lífeyrissjóði launafólks sem ókeypis pening sem hægt er að ganga í að vild.
Umfjöllun hins ríkisstyrkta Viðskiptablaðs minnir oft á tíðum meira á lofgjarðarrit aðdánendaklúbbs en gagnrýna fréttamennsku.
Ekki veit ég hvað liggur á bak við hálfgerða túlípanaumfjöllun blaðsins um sölu á hlutbréfum Ísfélagsins í Vestmanneyjum, en það er engu líkara en blaðið sé að blása upp stemningu hjá lífeyrissjóðunum til að kaupa það háu verði sem almenningur á nú þegar þ.e. fiskimiðin í efnahagslögsögu Íslands. Í umfjöllun blaðsins er hlaupið yfir þann þátt að ólöglegt er að veðsetja aflaheimildir einar og sér og að um séu að ræða gæði sem íslenska ríkið veitir til eins árs í senn. Sama á við um þá staðreynd að háværari krafa er uppi í samfélaginu um að skattleggja einokunargróða sjávarútvegsrisanna í auknum mæli.
Augljósustu brotalamir á ofurverðlagningu fyrirtækjanna er sú að útdeilingin á veiðiheimildum hvílir á afar veikum líffræðilegum grunni og í raun vistfræðilega röngum forsendum. Ekki þarf frekari vitnanna til en að benda á þá staðreynd að allar forspár um hverju núverandi fiskveiðiráðgjöf hafi átt að skila hafa aldrei gengið eftir. Núverandi aflarelga sem tekin var upp 2008 átti t.d. að skila yfir 300 þús tonna jafnstöðuaþorskafla frá árinu 2012, en niðurstaðan er sú að sá afli hefur aldrei náðst. Með óbreyttri ráðgjöf er miklu mun líklegra að þorskaflinn fari niður fyrir 200 þús tonn en að ná fyrrnefndu markmiði. Mun niðurstaða haustralls Hafró sem birtist á næstu dögum gefa tilefni til væntinga um að framangreindum markiðum verði náð – Ég leyfi mér að efast um að svo sé.
Óábyrga umfjöllun Viðskiptablaðsins gefur til kynna að hákarlarnir í viðskiptalífinu líti á lífeyrissjóði launafólks sem ókeypis pening sem hægt er að ganga í að vild.