Stjórnmál

Viðreisn vill þrepaskipta erfðafjárskatti

By Miðjan

February 26, 2020

Frumvarpið gerir ráð fyrir grundvallarbreytingum. Það er í fyrsta lagi að skattstofninn verði ekki lengur verðmæti dánarbúsins heldur sá arfur sem fellur hverjum erfingja í hlut.

Þannig talaði Jón Steindór Valdimarsson á Alþingi.

„Þá er það nýmæli sem fylgir þessu að hver og einn erfingi fær frádrag frá sínum arfshluta áður en til skattlagningar kemur. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að hver og einn erfingi fái með þessum hætti frádrag frá skattstofni upp á 6,5 millj. kr. Í öðru lagi verða tekin upp þrjú þrep erfðafjárskatts. Ef arfur er hærri en 6,5 milljónir og upp að 15 milljónum greiðist 10% erfðafjárskattur af þeim fjármunum sem eru á því bili. Ef arfur er hærri og er á bilinu 15–30 milljónir greiðist 15% erfðafjárskattur af þeirri upphæð sem er á milli 15–30 milljóna. Ef menn fara yfir 30 milljónir í arf er það 15% af 15 milljónum. Og ef arfshlutinn fer upp fyrir 30 milljónir þá greiðist 20% erfðafjárskattur.“