- Advertisement -

Viðreisn viðskila við eigin loforð

Það var til þess að koma þungaiðnaði og sorpi út úr Reykjavík og drekkja Kjalarnesi í úrgangi sem enginn annar vill.
Vigdís Hauksdóttir:
…og skerði lífsgæði íbúa ásamt því að 20 metra háir skorsteinar á Esjumelum breyta varanlega ásýnd Esjunnar til hins verra.

Samt var á stefnuskrá og eitt af kosningaloforðum Viðreisnar að selja þetta sama fyrirtæki,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, vegna áforma um um uppbyggingu malbikunarstöðvarinnar Höfða á Esjumelum.

„Er það hlutverk Reykjavíkur að byggja upp nýja malbikunarstöð sem er og verður í samkeppnisrekstri við fyrirtæki á almennum markaði? Nei svo sannarlega ekki, enda fellur slíkt verkefni ekki undir lögbundna- og eða grunnþjónustu. Sífellt er betur og betur að koma í ljós hvert markmið sameiningar Kjalarness og Reykjavíkur í eitt sveitarfélag var. Það var til þess að koma þungaiðnaði og sorpi út úr Reykjavík og drekkja Kjalarnesi í úrgangi sem enginn annar vill. Ekkert bólar á því loforði um að Sundabraut kæmi innan tveggja ára eftir að sameiningu varð og hún er ekki einu sinni á dagskrá nú rúmum 20 árum síðar,“ bókað-i Vigdís í borgarráði.

Það er ekki allt. „Miklar athugasemdir eru gerðar af hálfu Mosfellsbæjar við erindi Reykjavíkurborgar um deiliskipulag Esjumela á Kjalarnesi. Kemur fram að í umhverfismati sem fylgdi deiliskipulaginu komi fram að búast megi við neikvæðum áhrifum á lýðheilsu, ásýnd, fráveitu og loft. Loft- og hávaðamengun fylgi óhjákvæmilega grófum og mengandi iðnaði og skerði lífsgæði íbúa ásamt því að 20 metra háir skorsteinar á Esjumelum breyta varanlega ásýnd Esjunnar til hins verra. Meirihlutinn ætlar sér að flytja/endurbyggja malbikunarstöðina Höfða á Esjumelum og leggja undir hana 10-12 lóðir,“ bókaði Vigdís.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: