- Advertisement -

Viðreisn slítur „trúlofuninni“ við Samfylkingu

Bjarni Benediktsson getur beðið rólegur. Forsætisráðuneytið virðist vera í sjónmáli.
Skáskot: Kryddsíld.

Viðreisn og Samfylkingin hafa látið sem afar kært sé á milli fokkanna. Svo virðist vera innan borgarstjórnar, þar sem flokkarnir ráða meirihlutanum saman. Kannski er ekki allt sem sýnist. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, virðist ekki lýtast sem best á Samfylkinguna. Telur hana fjarlægast sínum flokki.

„Samfylkingin hefur ákveðið að festa sig á vinstri vængnum, ekki síst til að höfða til kjósenda VG. Hætta er á að það kalli á stóraukin hefðbundin útgjöld og hærri skatta. Líklegt er að það versni til muna þegar sígilt útgjaldakapphlaup vinstri flokka hefst rétt fyrir kosningar. Það gerðist síðast og mun gerast aftur. Þetta getur gert samninga um ábyrga ríkisfjármálapólitík erfiða fyrir okkur sem viljum frjálslynda og ábyrga miðjustjórn,“ segir í grein hennar sem birt er í Fréttablaðinu í dag.

Hvað vil Þorgerður Katrín? „Þetta þýðir að hrein vinstristjórn getur ekki orðið til með Viðreisn.“

„Ég hef með mjög ákveðnum hætti sagt að Viðreisn mun ekki útiloka samstarf við einhverja flokka fyrirfram.“

„Á sama hátt verður hrein íhaldsstjórn yst til hægri ekki til með Viðreisn,“ segir formaður Viðreisnar. En hvað segir hún um sinn gamla flokk, Sjálfstæðisflokkinn: „Munurinn milli hans og Miðflokks minnkar stöðugt.“ Og: „Ég hef með mjög ákveðnum hætti sagt að Viðreisn mun ekki útiloka samstarf við einhverja flokka fyrirfram.“

Það má vel vera misskilningur, en svo virðist sem Viðreisn renni helst hýru auga til Sjálfstæðisflokksins. Eina sem virðist þurfa er að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks, og einhverra stuðningsflokk, til dæmis Framsóknar, verði vönduð orð um gjaldmiðil og kvótakerfið. Orð og athafnir fara svo sem ekki alltaf saman.

„Til þess að Viðreisn fari í ríkisstjórn þarf málamiðlanir þar sem frjálslyndi næst miðjunni verður kjölfestan. Ég hef áður skrifað að valið stendur á milli íhalds, lengst til hægri og vinstri, eða frjálslyndis.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: