„Uppleggið vekur furðu. Ef það er hægt að treysta einhverju hjá þessari ríkisstjórn þá er það að slá skjaldborg um sérhagsmuni Mjólkursamsölunnar.“
Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í samtali við Fréttablaðið.
Þar segir húin einnig:
„Þessi mismunun á vörutegundum er mjög sérstök. Á meðan eitt fyrirtæki uppi á Höfða sem framleiðir gosdrykki er skattlagt í botn þá er annað fyrirtæki í 100 metra fjarlægð, stór aðili í sykurinnflutningi, sem sleppur alveg við þetta, það er Mjólkursamsalan.
Við í Viðreisn viljum miklu frekar nálgast þetta út frá merkingum og upplýsingum sem stuðli að aukinni neytendavitund. Þannig að þegar neytendur fá sér súkkulaðiköku þá standi það skýrum stöfum hvað hún inniheldur margar hitaeiningar.“