- Advertisement -

Viðreisn reynir enn að kreista út upplýsingar frá Kristjáni Þór

Viðreisn, með Hönnu Katrínu þinngflokksformann í öndvegi, heldur áfram að gera Kristjáni Þór sjávarútvegsráðherra lífið leitt. Í morgun auglýsti Viðreisn í Fréttablaðinu. Alþingi er máttvana þegar kemur að framkvæmdavaldinu. Svo virðist sem Kristjáni Þór takist að hunsa Alþingi og sjái til þess að skýrsla um eignarhald stórútgerðanna í óskyldum rekstri komi ekki fram fyrir kosningar. Jæja, hér fer tilkynning Viðreisnar:

Tapað – Fundið: Viðreisn auglýsir eftir skýrslu sjávarútvegsráðherra um umsvif stærstu útgerðarfyrirtækjanna í íslensku atvinnulífi

Viðreisn birtir í dag smáauglýsingu í Fréttablaðinu undir „Tapað – Fundið“ þar sem auglýst er eftir skýrslu Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um umsvif tuttugu stærstu útgerðarfyrirtækja landsins í íslensku atvinnulífi.

Samhliða birtir flokkurinn myndband á samfélagsmiðlum sínum þar sem einnig er lýst eftir skýrslunni og óskað eftir svörum frá ráðherra. Sjá hér: https://www.facebook.com/vidreisn/posts/4029080953836006 

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, átti frumkvæði að því að leggja beiðni um skýrsluna fram þann 17. desember á síðasta ári. Þingmenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Framsóknarflokksins voru á skýrslubeiðninni ásamt þingflokki Viðreisnar. Sjá skýrslubeiðnina hér á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0669.html

Sjávarútvegsráðherra hafði tíu vikur til þess að skila skýrslunni eða til 4. mars. Er ráðherra nú kominn fjórtán vikur fram yfir þá dagsetningu.  

Útséð er um að skýrslan berist Alþingi fyrir þinglok. Viðreisn bindur þó vonir við að hún líti dagsins ljós fyrir þingkosningar í haust enda eru almannahagsmunir undir.

„Það er mikilvægt að ítök stórútgerðarinnar í íslensku samfélagi séu ljós. Þetta eru aðilar sem hafa auðgast verulega í skjóli sérréttinda, það er lágmark að almenningur sem er hinn raunverulegi eigandi auðlindarinnar hafi þessar upplýsingar,“ segir Hanna Katrín.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: