- Advertisement -

Viðreisn og bragginn

„Síðustu fréttir, af útrunnum rammasamningum við verkfræðinga, arkitekta og aðra sérfræðinga með tilheyrandi verðbólgu í kostnaði undanfarið, eru beinlínis sársaukafullar aflestrar.“

Til að bæta gráu ofan á svart eru svo ekki gildandi rammasamningar við sérfræðinga, eins og áður var nefnt, svo borgin greiðir eftir á samkvæmt einhliða taxta í stað þess að semja fyrirfram um greiðslur við tiltekna verkhluta. Mynd: Veitingageirinn.

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, hefur skoðun á braggamálinu endalausa. Hún skrifar á Facebook:

„Allt virðist hafa farið úrskeiðis sem gat við endurgerð braggans í Nauthólsvík. Hugmyndin var góð í upphafi, en síðan hefur allt legið niður á við. Það er þyngra en tárum taki að fylgjast með fréttum af því sem virðist vera illskiljanlegt og óréttlætanlegt bruðl með opinbert fé. Og þetta verður bara verra og verra.

Síðustu fréttir, af útrunnum rammasamningum við verkfræðinga, arkitekta og aðra sérfræðinga með tilheyrandi verðbólgu í kostnaði undanfarið, eru beinlínis sársaukafullar aflestrar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í Morgunblaðinu í dag er eftirfarandi rifjað upp: Innkauparáð borgarinnar óskaði eftir sundurliðun á kostnaði vegna braggans í júní 2017, þegar kostnaður á fyrstu þremur mánuðum ársins var kominn í tugi milljóna króna. Fékk það svar í ágúst sama ár. Í kjölfarið fór ráðið fram á álit borgarlögmanns um hvort samningar um framkvæmdina hefðu verið í samræmi við þágildandi reglur um opinber innkaup. Borgarlögmaður hefur ekki enn skilað því áliti, en stefnir að því að gera það á næsta fundi innkauparáðsins 18. október nk. Og eins og allir vita er kostnaðurinn nú kominn fyrir 400 milljónir króna og verki ekki enn lokið.

Til að bæta gráu ofan á svart eru svo ekki gildandi rammasamningar við sérfræðinga, eins og áður var nefnt, svo borgin greiðir eftir á samkvæmt einhliða taxta í stað þess að semja fyrirfram um greiðslur við tiltekna verkhluta.

Það er deginum ljósara að hér þarf að velta við hverjum steini og rannsóknin þarf að einkennast af fullkomnu gagnsæi. Ég sé enga ástæðu til að efast um getu innri endurskoðunar borgarinnar til þess að leysa það verk af hendi, undir vökulum augum borgarfulltrúa og borgarbúa allra, og þykir slæmt þegar kjörnir fulltrúar ýta að ósekju undir vantrú á því embætti. Ég tek undir með Þórdísi Lóu oddvita Viðreisnar og formanni borgarráðs þegar hún segir að það sé mikilvægt að það sé farið hratt og vel ofan í saumana á þessu máli öllu. Reykvíkingar eiga heimtingu á að allt verði upplýst.“

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: