- Advertisement -

Viðreisn = öfga-nýfrjálshyggjuflokkur

Gunnar Smári skrifar:

Þetta er auðvitað veik tilraun til að stilla Viðreisn upp sem stórum valkosti í íslenskum stjórnvöldum, sem flokkurinn er ekki og verður aldrei. En þarna er kannski lærdómur fyrir þá félaga í Samfylkingunni sem halda að hægt sé að mynda vinstri stjórn með Viðreisn, eins og það heldur stundum að meirihlutinn í Reykjavíkurborg sé til vinstri. Þorgerður segir hér það sem allir ættu að vita: Stjórn með Viðreisn getur aldrei verið vinstri stjórn. Þorgerður þorir ekki alveg að segja ástæðuna, fer í einhvern leiðangur í að tala um frjálslyndi í von um að geta aðgreint Viðreisn frá Sjálfstæðis- og Miðflokknum. Ástæðan er auðvitað sú að Viðreisn er hægri flokkur, það mætti flokka hann sem öfga-nýfrjálshyggjuflokk. Samfylkingarfólk sem átta sig ekki á þessu er líklega blint á nýfrjálshyggjuna, telur eðlilegt að nýfrjálshyggjan sé grundvöllur stefnu síns eigin flokks og því sé nýfrjálshyggjuliðið í Viðreisn næstu samherjar. Það sama á auðvitað um Pírata, sem finna til andlegs skyldleika við Viðreisn.

Nafnið eitt, Viðreisn, ætti að kveikja ótta meðal Samfylkingarfólks. Viðreisn sækir nafn sitt til niðurlægingartíma Alþýðuflokksins, þegar sá flokkur, sem rætur átti í sósíalískri verkalýðsbaráttu fyrri hluta tuttugustu aldar, gerðist hækja fyrir íhaldið. Fólkið í Viðreisn horfir til þessa tíma með velþóknun, en hann ætti að vekja óhug meðal Samfylkingarfólks.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: