Fréttir

Viðreisn leggur til að allir útlendingar geti orðið starfsmenn íslenska ríkisins

By Miðjan

December 17, 2017

Alþingi Ísland eitt Norðurlandanna meinar öðrum en íslenskum ríkisborgurum, ríkisborgurum EES- og EFTA ríkjanna sem og Færeyingum að verða ríkisstarfsmenn. Þingflokkur Viðreisnar vill afnema þetta ákvæði úr lögum.

„Ákvæðið skiptir útlendingum á Íslandi í tvo hópa þar sem annar hópurinn hefur sömu tækifæri og Íslendingar til að starfa hjá ríkinu en hinn ekki,“ segja þingmennirnir.

„Eðli málsins samkvæmt er víða gerð krafa um tungumálakunnáttu o.fl. þess háttar til að gegna tilteknum störfum og hróflar þetta frumvarp ekki við því að sett séu slík málefnaleg skilyrði við veitingu starfa hjá ríkinu,“ segir í greinagerðinni með frumvarpinu sem er þar með komið til meðferðar á Alþingi.