- Advertisement -

Viðreisn í harðri andstöðu við Viðreisn

Fyrir kosningar lofaði Viðreisn að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsum. Í gær felldi Viðreisn tillögu um nákvæmlega það sama og þessi sami flokkur lofaði fyrir kosningar. Merkilegt? Nei. Eitt er fyrir kosningar og annað eftir kosningar.

Það er ekki ýkja langt síðan að Miðjan birti frétt um ámóta mál. Þar var Viðreisn einnig í aðalhlutverki:

„Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur undrast að Viðreisn hafi ekki stutt eitt kosningaloforða sinna á fundi borgarstjórnar í gær. Sjálfstæðismenn lögðu til að sama upphæð skattpeninga fylgdi hverju barni í skólakerfinu óháð rekstrarformi grunnskólans. Þetta þýddi að ekki mætti  innheimta skólagjöld.“

„Það kom mér í opna skjöldu þegar þau treystu sér ekki til að samþykkja tillöguna,“ sagði Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, um afstöðu Viðreisnar sem hafi talað fyrir valfrelsi í skólastarfi og að nýta einkaframtakið við menntun.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Viðreisn gekk föllnum meirihluta á hönd og virðist um leið hafa aflagt allt það, hið minnsta flest það, sem flokkurinn lofaði fyrir kosningar.

Viðreisn á flótta frá sjálfri sér


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: