- Advertisement -

Viðreisn eignar sér vanda annarra

Davíð Oddsson hittir stundum naglann á höfuðið. Hann er jafn undrandi og margir aðrir yfir framgöngu Viðreisnar í borgarstjórninni. Hann skrifar:

„Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Viðreisn­ar, seg­ir um bragga­bruðlið að hún myndi aldrei sætta sig við þetta. Það hljóm­ar ágæt­lega, en hvað þýðir það í raun? Er ekki staðreynd­in sú að hún hef­ur ein­mitt sætt sig við þetta og ætl­ar að láta þetta yfir sig ganga?

Og ekki nóg með það, hún ætl­ar að sætta sig við önn­ur framúr­keyrslu- og óreiðumál meiri­hlut­ans í borg­inni.“

Þetta er úr Staksteinum dagsins í dag. Þar skrifar ritstjórinn einnig:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þór­dís Lóa hef­ur sagt að það sé al­veg óboðlegt að fram­kvæmd­irn­ar við bragg­ann hafi ekki komið upp á yf­ir­borðið í póli­tískri umræðu. Og að allt bendi til að ákv­arðanir hafi ekki verið tekn­ar með rétt­um hætti, en svo bæt­ir hún við að hún vilji „ekki vera neinn dóm­ari fyrr en ég sé niður­stöðuna frá innri end­ur­skoðun“.

Í því sam­bandi er rétt að hafa í huga að Þór­dís Lóa hafnaði því að fá óháðan ytri end­ur­skoðanda að mál­inu.

Hún hef­ur meðal ann­ars með því hjálpað þeim sem fyr­ir voru í meiri­hlut­an­um, þar sem hún tók sér stöðu nýj­asta vara­dekks­ins, við að þvæl­ast fyr­ir því að staðreynd­ir máls­ins komi upp á yf­ir­borðið.

Og hún hef­ur ber­sýni­lega ákveðið að trúa því að borg­ar­stjóri hafi á heilu ári aldrei verið upp­lýst­ur um stór­kost­lega framúr­keyrslu á skrif­stofu sem und­ir hann heyr­ir.

Það er vegna þess að hún hef­ur ákveðið að sætta sig við allt sem meiri­hlut­inn hef­ur gert.“

Það sem hér er bent á í Mogganum hafa aðrir gert áður. Ganga Viðreisnar í þessum málum er mörgum með öllu óskiljanleg. Skýringar á hvers vegna flokkurinn gerir þetta hljóta að koma fram síðar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: