„Gera þarf stórátak í hagræðingu og sparnaði í opinberum rekstri. Gefa þarf einkarekstri aukin tækifæri til að sinna verkefnum hins opinbera og ríkisfyrirtæki eiga alls ekki að keppa við einkareksturinn,“ segir í Moggagrein sem Thomas Möller sem skipar fjórða sæti framboðslista Viðreisnar í kjördæmi formanns, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir.
„Stjórnir ríkisfyrirtækja eiga ekki að vera mannaðar með pólitískt ráðnum stjórnarmönnum. Þar eiga að vera bestu sérfræðingar á sviði stjórnunar og rekstrar, ekki stjórnmálamenn. Þannig má draga úr áhrifum ráðherra á stjórnun fyrirtækjanna,“ skrifar Thomas.
Ögn meira úr grein Thomasar:
„Dæmi eru um opinber fyrirtæki sem stunda ríkisstyrkta samkeppni við fyrirtækin í landinu. Mörg ríkisfyrirtæki eru að færa starfsemi frá einkageiranum inn í ríkiskerfið, eins og sést til dæmis í heilbrigðiskerfinu þar sem nauðsynlegt er að stöðva aðför ríkisstjórnarinnar að einkarekstri. Ríkisvaldið setur ýmsar hömlur á atvinnufrelsi sem er stjórnarskrárvarinn réttur okkar allra.“