- Advertisement -

Viðræður að sigla í strand

Lítill samningavilji er hjá atvinnurekendum.

Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, er svartsýnn á að samningar séu að takast.

„Síðan 1. janúar hafa félagsmenn VM verið samningslausir. Samninga- og viðræðunefndir VM hafa þolinmóðir setið við  samningaborðið með SA en þar hafa aðallega verið ræddar hugmyndir atvinnurekanda um breytingar á vinnumarkaði. Ljóst er að lítill samningavilji er atvinnurekanda megin. Annað hvort fallast stéttarfélögin á þeirra hugmyndir eða lítið sem ekkert er til skiptanna.

VM getur ekki sætt sig við þær hugmyndir sem SA hafa og svo virðist vera að atvinnurekendur ætli ekki að  breyta um stefnu um helgina og eru því viðræður að sigla í strand.

Þú gætir haft áhuga á þessum

 Að okkar mati höfum við mætt SA við samningaborðið á heiðarlegan og sanngjarnan hátt en ljóst er að kröfur SA um breytingar á vinnumarkaði eru of miklar og of stórar. Það er því mat félaganna að ekki verður komist hjá því að slíta viðræðum.

 Iðnaðarmenn hafa óskað eftir fundi með SA í byrjun næstu viku. Ef SA velur það að stranda viðræðum endanlega þá gera þau það á þeim fundi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: