Fréttir

Viðkvæm staða á Alþingi

By Miðjan

March 31, 2014

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir viðvæma stöðu á Alþingi, lítið megi út af bera svo þingið nái að ljúka meðferð allra þeirra mála sem þörf er á að gera áður en þingið fer í sumarfrí. Síðasti dagur til að leggja mál fram með eðlilegum hætti er í dag.

Einar opnar á að samþykkt verði afbrigði svo mál fái meðferð þó þau komi seinna til þingsins en þingsköp gera ráð fyrir.

Í meðfylgjandi viðtali segir forseti Alþingis að hann geri ekki ráð fyrir sumarþingi.