- Advertisement -

Viðbrögð Katrínar valda vonbrigðum

Rósa Björk Brynjólfsddóttir.
Á sama tíma og verið er að veikja eftirlitsstofnanir á borð við Samkeppniseftirlitið og fella skattrannsóknarstjóra inn í deild hjá Skattinum kvartar seðlabankastjóri undan ágangi stórfyrirtækis.

„Það eru vonbrigði að hlusta á svona viðbrögð. Þarna hefði hæstvirtur forsætisráðherra átt, að mínu mati, að stíga fastar niður fæti til varnar opinberum starfsmönnum og verja þá ágangi stórfyrirtækis sem svífst einskis,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir á Alþingi fyrr í dag.

Rósa sagði: Það er grafalvarlegt þegar sjálfur seðlabankastjóri segir að Íslandi sé stjórnað af hagsmunahópum og gerir athugasemdir við atlögu Samherja að starfsmönnum stofnunar sinnar. Það er grafalvarlegt að seðlabankastjóri stígi fram og kalli eftir því að löggjafinn setji skýrari lagaumgjörð til að verja og vernda opinbera embættismenn fyrir ásókn stórfyrirtækja sem svífast einskis í því að hundelta og knésetja starfsfólk stofnana. Þetta eru þung og alvarleg orð og þungt og alvarlegt ákall seðlabankastjóra til okkar hér á Alþingi um að setja þurfi lög í varnartilgangi. Þetta er ótrúlega merkilegt viðtal sem seðlabankastjóri veitti um helgina vegna máls sem hófst með húsleitum árið 2012 vegna gruns um brot á gjaldeyrislögum sem snerist um nokkrar milljónir en hefur orðið að risamáli. En hver hafa viðbrögð forystufólks ríkisstjórnarinnar verið? Formaður fjárlaganefndar og hæstvirtur forsætisráðherra hafa talað um að skoða þurfi þessi mál í samhengi, að fara þurfi varlega með heimildir stofnana, að það þurfi að skoða í samhengi við hvaða heimildir stofnanir hafi almennt og að umræða þurfi að fara fram.

Það eru vonbrigði að hlusta á svona viðbrögð. Þarna hefði hæstvirtur forsætisráðherra átt, að mínu mati, að stíga fastar niður fæti til varnar opinberum starfsmönnum og verja þá ágangi stórfyrirtækis sem svífst einskis. Á sama tíma og Samherji herjar miskunnarlaust á fjölmiðlafólk Ríkisútvarpsins með stöðugum áróðri svo að fólki ofbýður kemur ákall til okkar, löggjafans, frá seðlabankastjóra um að bankinn sé varnarlaus gagnvart ágangi í garð starfsfólks hans. Á sama tíma og verið er að veikja eftirlitsstofnanir á borð við Samkeppniseftirlitið og fella skattrannsóknarstjóra inn í deild hjá Skattinum kvartar seðlabankastjóri undan ágangi stórfyrirtækis.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Allt of mikil áhrif hagsmunaaðila á borð við fjársterkasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins inn í pólitíkina er meinsemd sem við höfum þurft að glíma við í íslensku samfélagi um langt skeið og nú þurfa ráðamenn ríkisstjórnarinnar að gefa skýr skilaboð um að hér þurfi að breyta hlutum. Það er ekki eftir neinu að bíða.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: