- Advertisement -

Viðbót við Benedikt / Ósátt Framsókn potar í fréttastofu Ríkisútvarpsins

Benedikt Jóhannesson, sem ævinlega titlar sig sem stofnanda Viðreisnar, skrifar aldeilis fína grein í Moggann í dag. Sem oft áður. Hér að neðan er ágætur kafli úr greininni. Í sömu átt, og þar koma fram, eru viðbrögð forystu Framsóknarflokksins vegna fréttar sem Sigríður Dögg Auðunsdóttur flutti um Framsókn og flutning stofnanda út á land. Eðlileg frétt og góð.

Framsókn, sem ber mestar sakirnar í málinu, linnir ekki látum og leynt og ljóst er minnt á hvaðan Ríkisútvarpið fær peninga til rekstursins. Illa duldar hótanir dynja á Ríkisútvarpinu. Og ekki í fyrsta sinn. Stjórnmálamenn freista þess að draga úr sjálfstæði ríkisfréttastofunnar. Hafa þeir árangur sem erfiði? Veit það ekki. Ekki frekar en nokkur annar.

Þá að stofnanda Viðreisnar. Hann segir í grein sinni:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Árið 1993 ákvað Össur Skarp­héðins­son um­hverf­is­ráðherra að stytta rjúpna­veiðitím­ann, sem var um­deild ákvörðun. Ráðherr­ann var afar ósátt­ur við að starfsmaður und­ir­stofn­un­ar ráðuneyt­is­ins (Arn­ór Þ. Sig­fús­son) tjáði sig op­in­ber­lega um málið, reynd­ar ekki í krafti embætt­is held­ur sem rjúpna­veiðimaður.

Katrín Jakobsdóttir og Össur Skarphéðinsson koma bæði við sögu hér í greininni.

Í nefndaráliti minni­hluta alls­herj­ar­nefnd­ar Alþing­is frá 1995 seg­ir orðrétt: „Hringdi ráðherra þenn­an dag [á Þor­láks­messu] í Arn­ór, minnti á að hann væri starfsmaður ráðuneyt­is­ins og sagði hann hafa farið „yfir grensuna“ í blaðaviðtal­inu. Jafn­framt tók ráðherra fram að þessu máli væri ekki lokið af sinni hálfu. Þetta upp­lýsti Arn­ór á fundi um­hverf­is­nefnd­ar Alþing­is 15. apríl 1994. Fyrr þenn­an sama dag […] hringdi um­hverf­is­ráðherra í Pál Her­steins­son veiðistjóra og hafði uppi aðfinnsl­ur út af viðtal­inu við Arn­ór. Veiðistjóri bar það fyr­ir um­hverf­is­nefnd Alþing­is 15. apríl 1994 að hann hefði svarað ráðherra á þá leið að hann teldi þess­ar deil­ur vissu­lega óheppi­leg­ar. Rjúp­ur og rjúpna­veiði heyrðu hins veg­ar ekki und­ir veiðistjóra­embættið og ekki væri eðli­legt að hann legði höml­ur á mál­frelsi starfs­manns síns um slíkt efni þar sem hann tjáði sig sem meðlim­ur í Skot­veiðifé­lagi Íslands á vett­vangi fé­lags­ins. Þá á ráðherra að hafa sagt: „Þú stjórn­ar Arn­óri. Ég stjórna þér. Þessi ráðherra er ekki hrædd­ur við að berj­ast. Ég minni þig í þessu sam­bandi á fram­kvæmda­stjóra nátt­úru­vernd­ar­ráðs sem nú er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri. Gleðileg jól.“

Ný­lega stefndi rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is- og jafn­rétt­is­málaráðherra konu fyr­ir dóm. Sak­irn­ar eru þær að kær­u­nefnd úr­sk­urðaði að mennta­málaráðherra hefði brotið jafn­rétt­is­lög þegar ráðherr­ann réð flokks­bróður sinn, fé­laga sem nefnd­in seg­ir ljóst að ekki hafi staðið kon­unni fram­ar.

Í orði tal­ar rík­is­stjórn­in um jafn­rétti, en þeir sem leita rétt­ar síns hafa nú fengið aðvör­un. Þeim verður mætt af fullri hörku.

Önnur rík­is­stjórn, aðrir ráðherr­ar, en sams kon­ar skila­boð: Ég stjórna þér. Gleðilegt sum­ar!“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: