- Advertisement -

Við og mennirnir með milljónirnar

Vikan fram undan er full af óvissu. Trúir á sigur í átökunum.

Sólveig Anna Jónsdóttir: 

Ég hef verið að velta einu svolítið mikið fyrir mér undanfarið:

Hvernig stendur á því að fámennur og einsleitur hópur sem inniheldur aðallega karla úr efnahagslegri forréttindastétt hefur náð að komast í þá stöðu að þeir eru upphaf og endir allra ákvarðana þegar kemur að lífsskilyrðum vinnuaflsins, sem er akkúrat þveröfugt samansettur hópur; ótrúlega fjölbreyttur, svo við tölum ekki um hversu fjölmennur hann er. Ef að stór hópur allskonar fólks sameinast í að segja hátt og skýrt, og bendir á fjölmargar staðreyndir máli sínu til sönnunar: Við höfum ekki nóg til að láta hlutina ganga upp? er þá á einhvern hátt eðlilegt eða lýðræðislegt að neita að bregðast við, neita að hlusta, neita að skilja? Nei, það er að mínu viti fullkomlega óeðlilegt og ólýðræðislegt.

Vikan fram undan er full af óvissu en ég trúi því heitt og innilega að við munum sigra í þessum átökum. Einfaldlega vegna þess að það er til skammar að mennirnir með milljónirnar segi fólkinu sem hefur ekki nóg að þau séu of gráðug. Það særir siðferðiskennd mína og ég neita að viðurkenna að okkur sé einfaldlega ætlað að sætta okkur við augljóst og blákalt óréttlæti. Við erum mörg, þeir eru fáir, og ef að við stöndum saman þá eru okkur allir vegir færir. Það kennir sagan okkur. 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: