- Advertisement -

Við neitum að láta atvinnuleysi dæma okkur til fátæktar!

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

Við erum ekki rusl.

Stöndum saman og berjumst gegn því að grimmd þeirra sem halda að þau eigi íslenskt samfélag ráði ríkjum. Vinnandi fólk hefur byggt þetta samfélagið í sveita síns andlits og það er einfaldlega lýðræðisleg krafa okkar að við séum metin að verðleikum. Á meðan að meðlimir auðstéttarinnar hafa sent fé í skattaskjól (Ísland er heims­meist­ari í því að vera með aflandsfélög í skattaskjólum, við skulum aldrei gleyma því) og komist upp með það, höfum við sem tilheyrum vinnuaflinu greitt okkar skatta. Skattana höfum við greitt af vinnu okkar sem hefur haldið hjólum atvinnulífsins gangandi. Við krefjumst þess að stjórnvöld axli ábyrgð og aðstoði okkur, eins og þeim ber pólitísk og siðferðileg skylda til að gera, þegar að kreppir.

Vinna okkar hefur skapað auðinn. Við erum ekki rusl sem hægt er að kasta á haugana þegar ekki er lengur hægt að arðræna okkur. Við munum aldrei sætta okkur við að atvinnuleysisbætur verði ekki hækkaðar. Aldrei!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: