„Ég ætla hér að segja og ég trúi því, ég veit það, að félagsfólk Eflingar styður okkar baráttu. Ég trúi því líka að það sé mikill samfélagslegur vilji fyrir því að það fólk sem heldur hér öllu gangandi geti komist af, sé ekki fast í stöðugum kvíða.
Sextíu og fimm prósent allra Eflingarkvenna lifa við viðvarandi fjárhagsáhyggjur. Árið 2009 voru 63% Eflingarfélaga í sínu eigin húsnæði, nú eru um bil 30% í eigin húsnæði, hinir allir fastir á leigumarkaði.
Ég trúi því af öllu hjarta, vegna þess að ég trúi því að fólk trúi á réttlátt samfélag, vilji búa í samfélagi velferðar og jöfnuðar, að fólk styðji okkar baráttu, að fólk hafi óbeit á því að hér striti fólk langa daga og komist ekki af.
Um það snýst okkar barátta og við munum hafa sigur,“ voru lokaorð Sólveigar Önnu Jónsdóttur í Silfrinu í morgun.