- Advertisement -

Við erum öll í sama liðinu

Fréttatilkynning:

Kjartan Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands sótti heim strandveiðisjómenn á Norðausturlandi og Austfjörðum ásamt Friðjóni Inga Guðmundssyni varaformanni og Álfheiði Eymarsdóttur stjórnarmanni félagsins um helgina.

Fundirnir voru haldnir í ljósi þess bráðavanda sem liggur fyrir í strandveiðikerfinu að um 80% aflans er komið á land og liggur fyrir að veiðarnar verði stöðvaðar í byrjun júlí. Þetta er endurtekið efni frá því á síðustu vertíð og bitnar mest á C svæðinu þar sem almennilegur fiskur kemur ekki fyrr en í júlí og ágúst.

Fundað var á Þórshöfn, Borgarfirði eystri og á Neskaupstað. Mætingin var góð og ræddar lausnir og aðgerðir til að ráða bót á þessum bráðavanda C svæðisins.

Hreinskiptin skoðanaskipti og upplýsingagjöf á báða bóga sýndi það og sannaði að strandveiðisjómönnum er mest í mun um að strandveiðikerfið sé sanngjarnt fyrir alla landshluta.
Strandveiðifélagið tekur með sér dýrmætar upplýsingar  af fundunum og skipuleggur nú næstu skref.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: