- Advertisement -

Við erum með vonda ríkisstjórn

Íslensk stjórnvöld eru orðin langt á eftir nágrannaþjóðunum, fyrst og fremst vegna þess að þau vanmátu kreppuna.


Gunnar Smári skrifar:

Því miður fer stór hluti af pakka tvö í að leiðrétta ágalla pakka eitt. Íslensk stjórnvöld eru orðin langt á eftir nágrannaþjóðunum, fyrst og fremst vegna þess að þau vanmátu kreppuna, skildu ekki eðli hennar og voru föst í öfgatrú nýfrjálshyggjunnar á ríkið yrði að halda sig til hlés, ekki búa til sértækar aðgerðir sem ætlað var að tækla sértækan vanda heldur láta hinum svokallaða markaði það eftir.

Í stað þess að ríkið styrkti beint fólk og fyrirtækin í mesta vandanum var orkunni spreðað í allar áttir og mest í gegnum bankakerfið (sem er ekki félagsþjónusta og getur ekki beitt markvissum aðgerðum til að bjarga hagkerfinu, hjálpar aðeins sjálfum sér og stærstu kúnnunum; þ.e. ríkasta fólkinu). Pakki tvö sem leiðrétting við pakka eitt settur fram 21. apríl er bara alls ekki nógu gott, í raun ömurleg frammistaða.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í nágrannalöndunum eru komnir pakki 3, 4 og 5; pakkar sem verða sífellt hnitmiðaðri að þeim vanda sem kórónakreppan skapar. Íslensk stjórnvöld er varla byrjuð. Veigamestu hlutar pakka 1 virka illa, hlutabótaleiðin og frestun opinberra gjalda þjónaði í raun aðeins 10-15% fyrirtækja (önnur þurftu meira, önnur ekki neitt) og ríkisábyrgðirnar virka bara alls ekki, sitja fastar í bankakerfinu. Ísland er enn á núllpunkti.

Við erum kannski með frábær sóttvarnaryfirvöld en við erum með vonda ríkisstjórn. Svo það sé sagt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: