Stjórnmál

„Við erum með lagaumhverfi sem hyglir sérhagsmunum“

By Miðjan

May 11, 2021

„Ég átta mig á því að síðasta ár hefur ekki verið auðvelt, en það liggja fyrir fleiri hillumetrar af skýrslum um þær viðskiptahindranir sem eru til staðar á Íslandi og flestar eru heimatilbúnar,“ sagi Smári McCarty á Alþingi.

„Við erum með lagaumhverfi sem hyglir sérhagsmunum. Við erum með lagaumhverfi sem er óaðlaðandi fyrir erlendar fjárfestingar. Við erum með efnahagsumhverfi þar sem sívaxandi hluti alls arðs fer í að mata tröllvaxið lífeyrissjóðakerfi. Við erum með peningaumhverfi þar sem örmynt sveiflast sem lauf í vindi. Við erum með pólitískt umhverfi þar sem árangur og velsæld er í sterkri fylgni við flokksaðild. Við erum með nýsköpunarumhverfi þar sem ríkisstjórnin leggur niður stóran hluta stuðningsumhverfisins fyrir nýsköpun án þess að það liggi fyrir framtíðaráætlun um hvað skuli gera. Við erum með pólitískt umhverfi þar sem hagstjórnin er á grundvelli beinlínis afsannaðra kenninga. Við erum með hugmyndaumhverfi þar sem thatcherismi ræður enn ríkjum og við erum með atvinnuumhverfi þar sem aldrei hefur verið nein heildstæð stefna,“ sagði Smári.