Gunnar Smári skrifar:
Er Ísland of fámennt til að vera uppi heilbrigða umræðu, er of erfitt að vera blaðamaður í fámenninu eða eru völd auðvaldsins hér orðin svo mikil að við búum í raun við óligarkisma
Það er eins og fólk í öðrum löndum sé ókunnugt um þær reglur sem gilda, um að ríkið verji ætíð hin ríku en ekki hin fátæku, þær forsendur sem liggja undir íslenskri umræðu sem eilíf sannindi. Vandinn er auðvitað ekki sá. Vandinn er að í stjórnmálaumræðu á Íslandi er gengið út frá því að lýðurinn hafi engin völd í lýðræðisríki, að samfélagið sé ekki eins og það er einmitt af þeim sökum og að lýðurinn geti kosið að hafa það einhvern veginn öðruvísi. Þau sem stýri almennri umræðu á Íslandi hafa beygt sig fyrir valdi auðsins og ganga út frá því að við búum við auðræði en ekki lýðræði, að við búum í verbúð Samherja en ekki í lýðræði almennings.
Hver vegna er þetta svona? Er Ísland of fámennt til að vera uppi heilbrigða umræðu, er of erfitt að vera blaðamaður í fámenninu eða eru völd auðvaldsins hér orðin svo mikil að við búum í raun við óligarkisma, þar sem engin fá framgang nema þau sem beygja sig fyrir valdi auðsins, engar raddir heyast nema þær sem þeir blessa og ekkert gerist nema það sem þjónar hagsmunum þeirra. Hér er saklaus frétt um ráðagerðir í Berlín um að taka íbúðarhúsnæði af leigufélögum á borð við Heimavelli og fella inn í félagslega íbúðakerfið til að bæta húsnæðismarkaðinn. Þar er heilbrigði húsnæðismarkaðarins talið markmiðið, ekki hámarks arðsemi leigusala, eins og er forsenda íslenskra stjórnvalda og Seðlabanka.