Framboð á gistirými á vegum Airbnb í Reykjavík hefur vafalítið dregist saman í sumar. Alla vega drógust umsvif bandarísku gistimiðlunarinnar verulega saman í júlí samkvæmt Hagstofunni. MYND: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON

Greinar

Við búum í heilaþvegnu samfélagi

By Ritstjórn

May 18, 2021

Gunnar Smári skrifar:

Harpan er ekki menningarstofnun í neinum venjulegum skilningi. Það sést á stjórn hússins. Formaður er Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs Samtaka atvinnulífsins, sem er valdabatterí allra auðugustu fjármagnseigenda landsins og allra stærstu eigenda allra stærstu fyrirtækjanna. Aðrir stjórnarmenn eru Aðalheiður Magnúsdóttir auðkona, sem ásamt eiginmanni sínum, Sigurbirni Þorkelssyni, á Ásmundasal (þar sem Bjarni Benediktsson braut sóttvarnarreglur) og töluverðan auð geymdan hér og hvar. Þriðji stjórnarmaðurinn er Árni Geir Pálsson, sem eitt sinn var forstjóri Icelandic Group en hefur síðan komið víða við í íslensku viðskiptalífi. Með þessu businessfólki sitja í stjórninni Arna Schram, starfsmaður menntamálaráðuneytisins, og Guðni Tómasson, dagskrárgerðarmaður Ríkisútvarpsins.Við búum í heilaþvegnu samfélagi, síðkapítalismanum þar sem mannskepnan hefur gefist upp fyrir auðvaldinu, fórnað anda sínum og sál á altari peninganna.