- Advertisement -

Við búum í gerspilltu samfélagi

Gunnar Smári skrifar:

Eftir áramót verður Helgi Seljan fluttur til í starfi eða rekinn. Og þá þagnar síðasta andspyrnan innan meginstraumsmiðlanna.

Hér er stórfrétt sem í öllum siðuðum löndum myndi skekja samfélagið. Enn á ný er staðfest að ríkasta fyrirtæki landsins er í raun skipulögð glæpastarfsemi, fyrirtækið sem við höfum gefið mest af náttúruauðlindum okkar. En hver eru viðbrögðin? Það segir allt um hverskonar samfélagi við lifum í, hversu gerspillt það er og sokkið í meðvirkni með ofbeldisfólkinu, að meginstraumsmiðlarnir mbl.is, visir.is og Fréttablaðið hafa ekki tekið þessa frétt upp; þeir kjósa á að láta þetta stærsta fréttamál frá Hruni líta út eins og ritdeilu milli Þorsteins Más og Helga Seljan.

Hvar eru viðbrögð forsætisráðherra, sjávarútvegsráðherra, dómsmálaráðherra og skattamálaráðherra? Hvar er stjórnarandstaðan? Saksóknari? Samtök sjómanna? Heiðarlegir útgerðarmenn? Hvar eru fordæmingarnar og krafan um að hreinsað verði út og Samherja skipt upp? Hvar eru viðbrögðin sem ætla má að komi fram í opnu heiðarlegu frjálsu lýðræðissamfélagi?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég held að við verðum að horfast í augu við raunveruleikann eins og hann er. Við búum í gerspilltu samfélagi þar sem allt kerfið og almenn umræða er undir hælunum á ríkasta fólkinu, Við búum í verbúð Samherja. Við erum eign Samherja.

Eftir áramót verður Helgi Seljan fluttur til í starfi eða rekinn. Og þá þagnar síðasta andspyrnan innan meginstraumsmiðlanna.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: