- Advertisement -

VIÐ BÚUM Í BANANALÝÐVELDI!

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson skrifar: Nýlega var greint frá því í Svíþjóð, að stjórnvöld þar í landi gætu hvenær sem er stöðvað færslur á Facebook með innan sólarhrings fyrirvara. Þetta kemur ekki á óvart, þegar haft er í huga, að á þessu ári var upplýst um ýmis spillingarmál sem tengdust Facebook.

Í kjölfarið setti Facebook nýjar reglur, sem áttu að hindra eða draga úr, að slík mál kæmu upp.

En ljóst er, að ef stjórnvöld í Svíþjóð geta stöðvað færslur á Facebook geta stjórnvöld í öðrum löndum gert það líka.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Íslendingar berja sér gjarnan á brjóst og þykjast vera framar öðrum þjóðum á sviði lýðræðis, ritfrelsis, mannréttinda, jafnréttis og .fl. En er það svo? Ég segi nei. Lýðræðinu eru mikil takmörk sett hér, ritfrelsi er ekki fullt og óskorað; það verður vart við ritskoðun hvað eftir annað (reynt var að þagga niður undirskriftasöfnun um bætt kjör aldraðra og umfjöllun Stundarinnar um fjármálaráðherra var stöðvuð), mannréttindi eru af skornum skammti hér (sbr. kúgun og ofbeldi stjórnvalda gegn öryrkjum í krónu móti krónu skerðingar málinu), mikið vantar á, að jafnrétti sé í lagi hér sbr. hvernig aldraðir eru hundsaðir hér og njóta ekki sömu réttinda og aðrir borgarar, sama eru að segja um öryrkja.

Spilling er miklu meiri hér en á hinum Norðurlöndunum og í V-Evrópu; kom það vel í ljós þegar Panamaskjölin voru gerð opinber en þá voru margir íslenskir ráðherrar uppvísir að því að vera með fjármuni í skattaskjólum en enginn ráðherra á hinum Norðurlöndunum.

Það er því ljóst,að við búum í „bananalýðveldi“.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: