- Advertisement -

Við ætlum að ná árangri

Efnahagsmál „Það er mjög óheppilegt að þetta komi upp svona seint, eftir að gjaldeyrishöftin voru innleidd, það er hinsvegar grundvallaratriði að allir séu jafnir framkvæmd gjaldeyrishaftanna,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, fyrir stundu. Hann sagði mikilvægt að ekki séu undankomileiðir eða smugur, „…sem við verðum öll að sætta okkur við.“

Bjarni sagði óheppilegt að þetta komi í bakið á tugþúsund Íslendinga. „En fyrst og fremst fær þetta okkur til að hugsa hversu mikilvægt það er að okkur auðnist að afnema höftin sem allra fyrst. Þetta er bara eitt af svo mörgum, sem við þurfum að  upplifa að lifa með höftum.“

Bjarni sagði Seðlabankans að framfylgja þessu, sagðist ekki getað svarað hvernig eftirlitið væri háttað. „Ein af afleiðingum hafta er að það þarf að hafa eftirlit. Og enn og aftur, að við skulum þurfa að vera með fjölda fólks, eyða fjármunum, tíma og krafti í að fylgja þessum reglum eftir ár eftir ár, er enn og aftur til vitnis um hversu mikilvægt það er að okkur takist að leysa höftin. Þar til það verður gert skiptir máli að jafnræðis verði gætt.“

Bjarni var meðal annars spurður, hvort til að mynda fólk erlendis frá sem starfar hér á landi og sendir peninga til fjölskyldu sinnar, geti það ekki framvegis.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það verður allt að fara samkvæmt gildandi reglum, en ég ætla ekki að svara fyrir þetta dæmi. Við þekkjum það flest, Íslendingar, sem hafa farið til útlanda að það er engum vandkvæðum bundið að nota kreditkort eða fá gjaldeyri til að komast til útlanda eða hafa samskipti við útlönd. Enn höftin, og það ástand sem þeirra vegna, er óviðunandi. Ámeginástæða þess að fundum þessa dagana með alþjóðlegum ráðgjöfum til að slípa til og fullgera áætlun okkar um hvernig næstu skref verða stigin í haftaafnámsferlinu. Við í ríkisstjórinni höfum sett þetta mál í forgang og við ætlum okkur að ná árangri í því, fyrir allan íslenskan almenning, fyrir alla atvinnustarfsemi í landinu og fyrir framtíð efnahagslífsins. Við munum leggja alla áherslu á að það verði jafnræði og sanngirni í afnámsferlinu.“

Bjarni sagðist engu lofa um hvenær gjaldeyrishöftin verða afnumin. „Ég hef fulla trú á að það geti stórir hlutir gerst í afnámsferlinu á þessu ári,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrir stundu.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: