- Advertisement -

Við ætl­um að lækka skatta enn frek­ar“

„Það er nöt­ur­legt að verða vitni að því þegar stjórn­mála­menn líta á skatt­greiðend­ur sem enda­lausa upp­sprettu fjár­magns.“

„Stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins er skýr. Við ætl­um að lækka skatta enn frek­ar og leyfa ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um að njóta erfiðis­ins. Það á við um alla skatt­stofna, tekju­skatt, út­svar, trygg­ing­ar­gjald, erfðafjárskatt, stimp­il­gjöld og svo má lengi telja. Við höf­um aldrei litið á dugnað og út­sjón­ar­semi sem upp­sprettu fyr­ir rík­is­sjóð,“ skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Sjálfstæðisflokki í Mogga dagsins.

Þar fjallar húm umræðu um fjármálastefnu Bjarna Benediktssonar.

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, sem stýr­ir fjár­málaráðuneyt­inu, hef­ur lagt áherslu á að lækka skatta. Sum­ir gagn­rýna for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins fyr­ir að lækka skatta ekki nógu mikið og sú gagn­rýni á að mörgu leyti rétt á sér. Á hinn bóg­inn eru vinstri menn sem telja aldrei rétt­an tíma til að lækka skatta, hvort sem vel árar í hag­kerf­inu eða illa,“ skrifar Áslaug Arna.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Oddný Harðardóttir er trúlega hinn ónenfndi þingmaður Samfylkingarinnar, sem fjallað er um í skrifunum.

Næst skýtur hún nokkrum skotum að ónefndum þingmanni Samfylkingarinnar, sem væntanlega er Oddný Harðardóttir.

„Þetta krist­allaðist meðal ann­ars í orðum þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á Alþingi í vik­unni sem gagn­rýndi fjár­málaráðherra, ekki bara fyr­ir að lækka skatta held­ur fyr­ir að hækka ekki skatta. Þingmaður­inn talaði um „vannýtt tekju­úr­ræði“ í þessu sam­hengi. Sami þingmaður gagn­rýndi fjár­málaráðherra einnig fyr­ir að lækka skatta þegar fjár­mála­stefn­an var upp­haf­lega lögð fram, þegar út­litið í hag­kerf­inu var betra en það er nú. Í hug­ar­heimi Sam­fylk­ing­ar fela lægri skatt­ar – að skilja meira eft­ir í vasa launa­fólks – í sér „af­sal“ á tekj­um rík­is­sjóðs.“

Fleiri athugasemdir við málflutning, sennilega Oddnýjar Harðardóttur.

„Þingmaður­inn spurði fjár­málaráðherra hvort ekki væri rétt að taka upp auðlegðarskatt og hvort að við vild­um í raun hafa 27 millj­arða króna „skatta­styrk“ til ferðaþjón­ust­unn­ar – sem end­ur­spegl­ar viðhorf vinstri manna að lág­ir skatt­ar séu op­in­ber styrk­ur til at­vinnu­lífs­ins. Sam­fylk­ing­in vill í raun að all­ir, bæði ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki, borgi meira af erfiði sínu til rík­is­ins al­veg óháð stöðu rík­is­sjóðs. Ekki hent­ar að lækka skatta þegar vel geng­ur og því síður þegar staða hag­kerf­is­ins er verri.

Það er nöt­ur­legt að verða vitni að því þegar stjórn­mála­menn líta á skatt­greiðend­ur sem enda­lausa upp­sprettu fjár­magns.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: