- Advertisement -

VH: Smáhýsin 50 milljónir fram úr áætlun

Vigdís Hauksdóttir: „Hvað eiginlega gerðist?“

„Það er svakaleg staðreynd að smáhýsin séu komin 50 milljónir framúr áætlunum. Áætlað var í upphafi að heildarkostnaður yrði 450 milljónir og er fullyrt á þessum fundi að þessi kostnaður rúmist innan þess ramma. Einungis hafa verið reist 5 hús af 25 og eru þau í Gufunesi og því er hvert hús komið 10 milljónir fram úr áætlunum. Hvað eiginlega gerðist?“

Þannig spurði Vigdís Hauksdóttir á síðasta fundi borgarráðs.

„Hér er um að ræða tilfærslu fjármagns milli ára en ekki viðbótarfjármagn. Það eru komin 20 hús til Reykjavíkur og unnið er að því að finna þeim stað í borgarlandinu,“ bókuðu fulltrúar meirihlutaflokkanna.

Vigdís: „ Jú það sem gerðist var að þau voru sett utan skipulags og fór fram gríðarleg vinna í sumar við það að sprengja klappir langt, langt inn í vegastæði Sundabrautar. Enn á eftir að koma fyrir 20 smáhýsum þannig að hverjum má vera ljóst hvað smáhýsin fara fram úr áætlunum. Minnt er á að verkið var boðið út og ekki var gengið að neinu þeirra tilboða, en samið var um einn aðila og voru þau smíðuð erlendis. Það hefði verið hægt að leysa þann bráðavanda sem blasti við eftir síðustu borgarstjórnarkosningar í málefnum heimilislausra með því að kaupa gistiheimili eða hótel og hafa þar sólarhringsvakt á kostnað borgarinnar með mun minni tilkostnaði.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: