- Advertisement -

VG vill 334 milljarða meiri skatttekjur

- Samfylkingin er lítt, skárri segir Óli Björn Kárason

„Hugmyndafræði vinstrimanna hefur komið ágætlega í ljós við umræður um fjármálaáætlun 2018 til 2022, sem verður afgreidd á Alþingi í dag, gangi starfsáætlun þingsins eftir,“ skrifar Óli Björn Kárason, Sjálfstæðisflokki og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, í Morgunblaðið í dag.

„Samfylkingin hefur lagt fram breytingatillögu við fjármálaáætlunina sem gerir ráð fyrir að skatta og eignatekjur verði 31 til 52 milljörðum króna hærri á ári,“ skrifar hann einnig.

„Í heild telja Samfylkingarmenn rétt að auka skattheimtuna um 236 milljarða á fimm ára tímabili. En tillögurnar eru nálægt því að vera hófsamar í samanburði við hugmyndir Vinstri grænna, sem eru harðir á því að hækka skatta um nær 334 milljarða, króna, eða um 53 til 75 milljarða á ári. Hvernig þessari auknu skattheimtu verður háttað er óljóst. Það eina sem hægt er að segja með fullvissu er að tillögur Vinstri grænna fela í sér að aukna skattheimtu sem jafngildir um fjórum milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu á fimm árum, umfram það sem fjölskyldurnar þurfa að bera að óbreyttu,“ segir Óli Björn.

-sme

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: