Annað er óhugsandi en leiðtogar Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir, bíði spenntar eftir hvernig flokknum þeirra reiðir af í dag. Hættan er mikil.
Björt framtíð dó ekki vegna þess að hún batt enda á vonda ríkisstjórn. Björt framtíð beið bana vegna þess að hún dró Sjálfstæðisflokkinn að valdaborðinu. Það var aldrei fyrirgefið.
Rætur VG eru sterkari en Bjartar framtíðar. Því er ótrúlegt að hliðarstökk VG, frá vinstri til hægri, leiki þann flokk eins illa og raunin varð á um Bjarta framtíð.
Frambjóðendur flokksins um allt land hafa þurft að svara fyrir ríkisstjórnarsamstarfið í aðdraganda kosninga.
Eftir hálfan sólarhring kemur í ljós hversu illa Vinstri græn eru leikin eftir þennan vafasama félagsskap.
Kannski er staða Katrínar og ríkisstjórnarinnar undir.
Miðjan
Ritstjóri Miðjunnar.