- Advertisement -

VG setji Bjarna stólinn fyrir dyrnar

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

Ég er sammála umhverfisráðherra um það sem hann ræðir í grein í Fréttablaðinu í dag: Það er galið að henda mat og til marks um mikla úrkynjun í samfélagi að mat sé hent í stórum stíl. En það er líka galið, svo ég leyfi mér að nota það orð, að vera með völd og vera í vinstri flokki og vita að fjöldi kvenna sem misst hafa vinnuna hafa ekki nóg á milli handanna til að fæða sig og börnin sín, vegna ákvarðana sem stjórnvöld hafa tekið og vera ennþá eitthvað að velta því fyrir sér hverja eigi að hlusta á; talsmenn auðstéttarinnar eða konurnar sjálfar og talsmenn þeirra!

Ég vona af öllu hjarta að fólkið með völdin sem tilheyrir VG sjái nú sóma sinn í því að gera hið rétta og sýni siðferðilega og pólitíska getu og setji fjármálaráðherra stólinn fyrir dyrnar. Eða getur fólk lifað með því að heyra fréttir af því að konur sem misst hafi vinnuna leiti nú í stórum stíl í örvæntingu sinni á náðir hjálparstofnana til að fá mat til að borða, vegna ákvarðana sem þau sjálf bera ábyrgð á? Það er einfaldlega galið ef svo reynist vera.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: