Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sparaði sig hvergi þegar hún lýsti yfir eigin andstöðu og flokksins, gegn vilja Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um uppsetningu flóttamannabúða.
Þetta er fráleit hugmynd sem kemur ekki til greina,“ sagði Bjarkey.
Bjarkey vitnaði til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar:
„Aldrei hafa fleiri verið á flótta vegna stríðsátaka, ofsókna og umhverfisvár. Ísland mun leggja sitt af mörkum til lausnar á flóttamannavandanum og taka á móti fleiri flóttamönnum. Mannúðarsjónarmið og alþjóðlegar skuldbindingar verða lögð til grundvallar og áhersla á góða og skilvirka meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd.“