Styrmir Gunnarsson skrifar skínandi fína grein í Moggann í dag. Grein Styrmis byrjar á söguskoðum á VG og Samfylkingu. Og hvernig barátta Eflingar sýnir flokkana í sínu rétta ljósi.
Styrmir byrjar svona: „Verkfall Eflingar hjá Reykjavíkurborg hefur vakið spurningar um stöðu arftaka þeirra flokka, sem einu sinni voru kallaðir „verkalýðsflokkar“, en þá er átt við Alþýðuflokk og Alþýðubandalag. Arftakar þeirra urðu Samfylking og Vinstri grænir. Í borgarstjórn Reykjavíkur er vinstri sinnaður meirihluti, sem báðir þeir flokkar, Samfylking og VG, eiga aðild að, en sú staðreynd sýnist engu hafa breytt í samskiptum borgarinnar við Eflingu.“
Þarna eru örugglega ekki allir sammála Styrmir. Sterk staða Viðreisnar, innan borgarstjórnar, hefur örugglega mikil áhrif. Staða VG í borgarstjórn er afar veik. Flokkarnir tveir hafa þá skipt um hluverk. Ekki hvor við annan. Heldur hafa þeir eignað sér önnur hlutverk en þeir áður höfðu. Óvart eða sjálfviljugir.
Styrmir spyr og svarar: „Hvað veldur?
Eru tengslin á milli verkalýðshreyfingarinnar og arftaka fyrrnefndra flokka alveg horfin? Sennilega. Svo virðist sem völdin í Samfylkingu og VG séu komin í hendur háskólaborgara og að það sé liðin tíð að fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafi þar einhver áhrif sem máli skipta. Nú má vel vera að þetta hafi ekki gerzt vegna þess að það hafi verið ásetningur háskólaborgaranna að losa sig við verkalýðshreyfinguna heldur hafi forysta verkalýðshreyfingarinnar einfaldlega komizt að þeirri niðurstöðu að staða hennar væri sterkari með því að draga úr beinum tengslum við tvo stjórnmálaflokka.“
Greining Styrmis er örugglega rétt.
„En hver sem skýringin er, þá kann sá veruleiki að hvorki Samfylking né Vinstri grænir geti lengur talizt „verkalýðsflokkar“ að skýra þá hörðu afstöðu sem meirihluti borgarstjórnar virðist hafa tekið í vinnudeilu Eflingar. Þessi breytta staða getur haft mikil áhrif á þróun stjórnmálanna hér. Í fyrsta lagi þrengir hún mjög þann grunn sem Samfylking og VG standa á, sem ætti að vera umhugsunarefni fyrir þá báða. Í öðru lagi kann þetta að vera skýring á því að ekki sjást merki um óróa í baklandi VG, þótt ýmislegt hafi komið upp í landstjórninni sem ætla mætti, miðað við forsendur áður fyrr, að yrði erfitt fyrir VG,“ skrifar ritstjórinn fyrrverandi.
„Nýjasta dæmið um það er stuðningur VG við nýja einkavæðingu Íslandsbanka án þess að enn hafi sést nokkur merki um lagabreytingar til þess að koma í veg fyrir að leikurinn verði endurtekinn frá hinni fyrri einkavæðingu ríkisbankanna,“ bætir hann við.
Við látum hér staða numið af lestri greinar Styrmis. Í bilui hið minnsta.