- Advertisement -

VG og Samfylkingar eru breyttir flokkar

Styrmir Gunnarsson skrifar skínandi fína grein í Moggann í dag. Grein Styrmis byrjar á söguskoðum á VG og Samfylkingu. Og hvernig barátta Eflingar sýnir flokkana í sínu rétta ljósi.

Styrmir byrjar svona: „Verk­fall Efl­ing­ar hjá Reykja­vík­ur­borg hef­ur vakið spurn­ing­ar um stöðu arf­taka þeirra flokka, sem einu sinni voru kallaðir „verka­lýðsflokk­ar“, en þá er átt við Alþýðuflokk og Alþýðubanda­lag. Arf­tak­ar þeirra urðu Sam­fylk­ing og Vinstri græn­ir. Í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur er vinstri sinnaður meiri­hluti, sem báðir þeir flokk­ar, Sam­fylk­ing og VG, eiga aðild að, en sú staðreynd sýn­ist engu hafa breytt í sam­skipt­um borg­ar­inn­ar við Efl­ingu.“

Þarna eru örugglega ekki allir sammála Styrmir. Sterk staða Viðreisnar, innan borgarstjórnar, hefur örugglega mikil áhrif. Staða VG í borgarstjórn er afar veik. Flokkarnir tveir hafa þá skipt um hluverk. Ekki hvor við annan. Heldur hafa þeir eignað sér önnur hlutverk en þeir áður höfðu. Óvart eða sjálfviljugir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvorki Sam­fylk­ing né Vinstri græn­ir geti leng­ur talizt „verka­lýðsflokk­ar“ .

Styrmir spyr og svarar: „Hvað veld­ur?

Eru tengsl­in á milli verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar og arf­taka fyrr­nefndra flokka al­veg horf­in? Senni­lega. Svo virðist sem völd­in í Sam­fylk­ingu og VG séu kom­in í hend­ur há­skóla­borg­ara og að það sé liðin tíð að full­trú­ar verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar hafi þar ein­hver áhrif sem máli skipta. Nú má vel vera að þetta hafi ekki gerzt vegna þess að það hafi verið ásetn­ing­ur há­skóla­borg­ar­anna að losa sig við verka­lýðshreyf­ing­una held­ur hafi for­ysta verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar ein­fald­lega komizt að þeirri niður­stöðu að staða henn­ar væri sterk­ari með því að draga úr bein­um tengsl­um við tvo stjórn­mála­flokka.“

Greining Styrmis er örugglega rétt.

„En hver sem skýr­ing­in er, þá kann sá veru­leiki að hvorki Sam­fylk­ing né Vinstri græn­ir geti leng­ur talizt „verka­lýðsflokk­ar“ að skýra þá hörðu af­stöðu sem meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar virðist hafa tekið í vinnu­deilu Efl­ing­ar. Þessi breytta staða get­ur haft mik­il áhrif á þróun stjórn­mál­anna hér. Í fyrsta lagi þreng­ir hún mjög þann grunn sem Sam­fylk­ing og VG standa á, sem ætti að vera um­hugs­un­ar­efni fyr­ir þá báða. Í öðru lagi kann þetta að vera skýr­ing á því að ekki sjást merki um óróa í baklandi VG, þótt ým­is­legt hafi komið upp í land­stjórn­inni sem ætla mætti, miðað við for­send­ur áður fyrr, að yrði erfitt fyr­ir VG,“ skrifar ritstjórinn fyrrverandi.

„Nýj­asta dæmið um það er stuðning­ur VG við nýja einka­væðingu Íslands­banka án þess að enn hafi sést nokk­ur merki um laga­breyt­ing­ar til þess að koma í veg fyr­ir að leik­ur­inn verði end­ur­tek­inn frá hinni fyrri einka­væðingu rík­is­bank­anna,“ bætir hann við.

Við látum hér staða numið af lestri greinar Styrmis. Í bilui hið minnsta.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: