- Advertisement -

VG-liðar: Pínleg staða Alþingis

Það má leiða að því líkur að kollegar okkar á bandaríska þinginu fái jafnvel meiri upplýsingar um þessi mál en við.

„Reyndin hefur verið sú að síðustu ár, sem er eiginlega sérstaklega pínlegt, svo að ég leyfi mér að nota það orð, forseti, hafa fregnirnar kannski fyrst og fremst komið til okkar þegar bandaríska þingið samþykkir fjárlög,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, í ræðustól Alþingis.

Kolbeinn var að mæta fyrir frumvarpi um varnarlög.

„Það er nefnilega ástæða fyrir því að í júlí á hverju einasta ári dúkkar upp umræða um hver eigi að vera fyrirhuguð uppbygging á svokölluðu varnarsvæði. Það er af því að þá er bandaríska þingið að ræða það sem fjárlög. Þá er bandaríska þingið að fá upplýsingar til sín um hvaða fjármunum ætlunin sé að eyða í uppbyggingu á lítilli eyju úti í ballarhafi. Það má leiða að því líkur að kollegar okkar á bandaríska þinginu fái jafnvel meiri upplýsingar um þessi mál en við, sem eigum þó að heita löggjafinn í þessu landi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á öðrum stað í ræðu sinni sagði Kolbeinn: „Hví er verið að leggja þetta til, forseti? Vegna þess að reyndin hefur verið sú í alla þessa áratugi að umræður um varnarmál hafa fyrst og fremst snúist um orðna hluti. Uppbyggingaráform hafa ekki komið til umræðu fyrr en eftir að þau hafa verið samþykkt. Hvernig má það vera?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: