- Advertisement -

VG í fallhættu – fyrirliðinn er flúinn

Leiðari Eyðingarmáttur Sjálfstæðisflokksins er mikill. Samstarfsflokkarnir missa meira fylgi en höfuðskip ríkisstjórnarinnar. Eðlilega er augum beint að Vinstri grænum. Formaðurinn stökk frá borði til að freista þess að verða sjöundi forseti Íslands.

Í nýjustu skoðanakönnunum er á brattann að sækja hjá Katrínu. Fólk man meira en hentar henni. Það eru þó smámunir einir í samanburði við stöðu flokksins. Katrín er flúin. Nýjasta skoðanakönnunin sýnir VG undir striki. Fengi ekki einu sinni fimm prósent. Félli af þingi. VG er í bráðri hættu.

Má vera að forsetaframboð Katrínar verði henni og flokknum hennar dýrt. Hún nái ekki kjöri og flokkurinn fellur af þingi? Það er möguleigt.

Auðvitað hafa síðustu atburðir verið ámælisverðir. Fiskeldisþvælan sem er nú til meðferðar á Alþingi snerti þrjá matvælaráðherra VG á skömmum tíma, þar sitja á sama bekk; Svandís, Katrín og Bjarkey.

Það er þó smámál við að þá staðreynd að þegar Katrín stökk frá borði leiddi hún í raun Bjarna Ben til forsætisráðherra. Óvinsælasta stjórnmálamann okkar tíma. Og jafnvel sögunnar.

Svo virðist sem Katrín hafi ætlað að stökkva yfir lækinn en náði ekki á bakkann hinum megin. Með augljósum afleiðingum.

Planið virðist vera að hrynja.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: