- Advertisement -

VG hugmyndasmiðja fyrir aðra flokka

„Tím­inn hef­ur hins veg­ar oft­ar en ekki leitt í ljós að sjón­ar­mið okk­ar voru full­gild og aðrir gert skoðanir okk­ar að sín­um,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, í Moggaviðtalinu ágæta, þegar hún er spurð:

„Samt er það nú svo að flokkn­um hef­ur gengið mjög upp og ofan í skoðana­könn­un­um að und­an­förnu. Sögu­lega hafa Vinstri græn oft farið á flug en einatt þurft að þola mun lak­ari kosn­ingu. Er það þér ekki áhyggju­efni?“

Katrín svaraði: „Auðvitað er gam­an að fá byr í segl­in í skoðana­könn­un­um, en við höf­um aldrei verið flokk­ur sem hag­ar segl­um eft­ir þeim vind­um. Við höf­um alltaf staðið á sann­fær­ingu okk­ar og verið óhrædd að kann­ast við hana. Jafn­vel þótt það hafi stund­um verið óvin­sæl­ar skoðanir þá stund­ina. Hver man ekki eft­ir deil­unni um Kára­hnjúka? Tím­inn hef­ur hins veg­ar oft­ar en ekki leitt í ljós að sjón­ar­mið okk­ar voru full­gild og aðrir gert skoðanir okk­ar að sín­um.

En við erum líka óhrædd við að horf­ast í augu við raun­veru­leik­ann og gera það sem þarf að gera, jafn­vel þótt það sé ekki alltaf til vin­sælda fallið. Held­urðu t.d. að mér hafi þótt gam­an að verða mennta­málaráðherra á sín­um tíma og þurfa að standa í mesta niður­skurði í sögu ráðuneyt­is­ins?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í rík­is­stjórn höf­um við raun­veru­leg áhrif.

Nei, það var kannski ekki skemmtilegt. Ekki frekar en svo margt annað sem flest okkar þurfa að gera á lífsleiðinni. Óþarfi að vorkenna Katrínu mikið. Mogginn spyr:

„Nei, en það get­ur ekki held­ur verið gam­an fyr­ir þig að sjá hvernig Sam­fylk­ing­in skýst upp í könn­un­um í hvert sinn sem þið farið niður? Sér­stak­lega þegar haft er í huga að mest­öll gagn­rýni úr þeirri átt bein­ist að ykk­ur, svona nán­ast eins og Sam­fylk­ing­in sé að sækja að ykk­ur frá vinstri.“

Ha, er Samfylkingin að sækja að frá vinstri? Í faðmlögum með Viðreisn, sem er hægra megin við Sjálfstæðisflokk. Jæja, en Katrín svarar:

„Ég held það þjóni tak­mörkuðum til­gangi að velta slík­um fylg­is­hreyf­ing­um sem ganga upp og niður til skipt­is mikið fyr­ir sér, hvað þá að setja þær í sam­hengi við póli­tísk dæg­ur­mál. Báðir þess­ir flokk­ar eru til vinstri og á ekki að koma nein­um á óvart þótt fylgi fær­ist á milli þeirra.

Það er hins veg­ar auðvitað þannig að við sem vinstri­flokk­ur höf­um á stefnu okk­ar að breyta ríkj­andi ástandi og þess vegna er það kannski svo­lítið ríkt í okk­ur að vera til­bú­in til and­ófs því sem okk­ur finnst miður fara, sér­stak­lega auðvitað í stjórn­ar­and­stöðu. Í rík­is­stjórn höf­um við raun­veru­leg áhrif til þess að breyta hlut­un­um með virk­um hætti, en erum okk­ur auðvitað meðvituð um að vald­inu eru tak­mörk sett og að við verðum að fara fram af ábyrgð. Stjórn­ar­andstaðan er laus við þær tak­mark­an­ir.“

Þá látum við þessum kafla viðtalsins lokið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: