Vg hefur svikið öryrkja
Hafa skipt um skoðun og tekið upp stefnu íhalds og framsóknar til þess að fá að vera í stjórn með íhaldinu.
Ég var mjög ánægður að heyra að Öryrkjabandalagið væri að íhuga málaferli við ríkið vegna svika á því að afnema krónu móti krónu skerðingu gegnvart öryrkjum hjá TR. Ég óttaðist að stjórnvöld væru búin að beygja ÖBÍ.
Það þarf sterk bein til þess að standast þrýsting stjórnvalda. Það vantar ekki að stjórnvöld bjóða ýmislegt, ef þið fallið fram og tilbiðjið mig!!
En afnám krónu móti krónu skerðingar á ekki að vera háð neinum skilyrðum; það á ekki að vera nein skiptimynt fyrir eitthvað annað. Stjórnvöld segja: Ef þið öryrkjar samþykkið starfsgetumat fáið þið heilmiklar kjarabætur.
Katrín og Ásmundur Einar bjóða nú 5 milljarða ef öryrkjar samþykkja starfsgetumat! Nýr formaður ÖBÍ Þuríður Harpa Sigurðardóttir varaði við þessum vinnubrögðum á Hringbraut sjónvarpi strax eftir að hún tók við embætti.
Öryrkjum var lofað afnámi krónu móti krónu skerðingar af ríkisstjórn Sigurðar Inga haustið 2016 en á síðustu stundu var það svikið, þegar ný lög um almannatryggngsr voru sett um áramótin 2026/2017, þar eð ÖBÍ var ekki tilbúið að samþykkja starfsgetumat. – Vinstri grænir lofuðu afnámi krónu móti krónu skerðingar strax á þessum tíma en hafa svikið það eins og íhald og framókn. VG hefur skipt um skoðun á þessu máli og tekið upp stefnu íhalds og framsóknar til þess að fá að vera í stjórn með íhaldinu!!
Krónu móti krónu skerðing gagnvart öldruðum var afnumin um áramótin 2016/2017 enda þótt skerðing vegna lífeyrissjóððanna haldi áfram. Stjórnvöld beittu öryrkja þvingunaraðgerðum, hálfgerðu ofbeldi fyrir áramótin 2016/2017 en öryrkjar stóðust þá þvingun. Vonandi brotnar ÖBÍ ekki þrátt fyrir frekari þvinganir og ofbeldi. Það er ótrúlegt, að VG skuli taka þátt í þessum leik sem minnir á vinnubrögð á kommúnistatímanum í Austur-Evrópu.
Það er ótrúlegt, að VG skuli taka þátt í þessum leik sem minnir á vinnubrögð á kommúnistatímanum í Austur-Evrópu.
Fyrirsögnin er Miðjunnar.