- Advertisement -

VG hefur minnkað um 6,2 prósentur

Gunnar Smári skrifar:

Ef skoðaðar eru breytingar á fylgi flokkanna frá kosningunum 2017 þá eru þær þessar samkvæmt könnun MMR:

  • Sósíalistaflokkurinn hefur stækkað um 5,3 prósentur
    Samfylkingin hefur stækkað um 3,0 prósentur
    Viðreisn hefur stækkað um 3,0 prósentur
    Miðflokkurinn hefur stækkað um 2,4 prósentur
    Píratar hafa stækkað um 1,2 prósentur
  • Flokkur fólksins hefur minnkað um 2,3 prósentur
    Sjálfstæðisflokkurinn hefur minnkað um 3,3 prósentur
    Framsóknarflokkurinn hefur minnkað um 3,9 prósentur
    VG hefur minnkað um 6,2 prósentur

Nettó sveifla í fylgi er um 15 prósentur, um sjötti til sjöundi kjósandi hefur skipt um skoðun svo það hafi áhrif á fylgi flokkanna. Fylgishreyfingin er meiri, sumir hafa t.d. yfirgefið Samfylkinguna, svo dæmi sé tekið, en nettó þá hefur flokkurinn stækkað um 3 prósentur.

En er þetta mikil eða lítil sveifla? Lifum við pólitíska ládeyðu eða pólitíska stormatíð. Síðasta kjörtímabil var of stutt til að hægt sé að bera þetta saman við það, en þegar 28 mánuðir voru liðnir af kjörtímabilinu eftir kosningar 2013 var sambærileg sveifla upp á um 28 prósentur, þriðji til fjórði hver kjósandi hafði skipt um flokk, nettó. Þá var það svo að öll sveiflan var til Pírata sem mældust með 33% fylgi. Það kom fyrst og fremst frá Framsókn (13 prósentur) og þeim flokkum sem buðu fram 2013 en náðu ekki kjöri (8 prósentur), lítillega frá öðrum örmum fjórflokksins, nokkuð jafnt skipt milli flokka (2-3 prósentur).


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: