Stjórnmál „Og það besta er að VG hafa ekkert um málið að segja frekar en Sjálfstæðisflokkurinn um hvalveiðibannið. Sjálfstæðisflokkurinn ræður þessu alfarið. Hvað segir andlits- og nafnlausi embættismaðurinn nú um tímabundið eftirlit á innri landamærum Íslands? Jú, hann finnur nýjar viðbárur,“ segir í nýrri Moggagrein Einars S. Hálfdánarson félaga í Sjálfsstæðisflokknum.
Í upphafi greinarinnar segir: „Samkvæmt lögum er ráðherra heimilt að taka upp tímabundið eftirlit á innri landamærum (þ.e. íslenskum landamærum) vegna alvarlegrar ógnar við allsherjarreglu og þjóðaröryggi. Fjölmörg fordæmi eru fyrir beitingu sambærilegra reglna meðal annarra aðildarríkja Schengen-samstarfsins.“
Ljóst er að harkan í útlendingamálum harðnar enn og mun gera fram að kosningum. Margir munu ýta staðreyndum til hliðar.